Á leið til útlanda

Ef þú ert á leið til útlanda og vilt halda ferðakostnaði í lágmarki, en njóta samt sem áður þæginda með fjölskyldu þinni eða vinum, þá eru farfuglaheimilin frábær kostur.


Hvar sem þú ert í heiminum eru farfuglaheimilin sífellt nálægt. Með farfuglaskírteininu áttu möguleika á góðri ódýrri gistingu á yfir 5000 farfuglaheimilum í meira en 60 löndum um allan heim. Auk þess að veita bestu kjör á gistingu þá veita skírteinin einnig afslátt á um 3500 stöðum í 40 löndum. Allir þessir afslættir tengjast ferðalögum og/eða ferðamennsku.  Nánari upplýsingar um afsláttarkjörin má finna á www.hihostels.com

 
Til að auðvelda leitina að farfuglaheimilum erlendis höfum við sett upp krækjur beint á farfuglaheimili í mörgum stórborgum heimsins hér til hægri. 


Share |

Farfuglaheimili í stórborgum

Þýskaland


International: Farfuglaheimilin í Þýskalands.

Helsinki


Eurohostel: Farguglaheimilið er rétt við Katajanokka höfn. Verslanir og veitingahús eru allt í kring og lest sem stoppar rétt hjá fer beint niður í miðborg Helsinki.

Hostel Academia: Heimilið býður upp á snyrtingar, eldhúskrók og ísskáp í hverju herbergi. Innifalið í verði er sund og sauna á  hverjum morgni. Staðsett í miðborginni.

Önnur Farfuglaheimili í Finlandi

Barcelona


Barcelona Pere Tarrés:  Þetta er fyrsta farfuglaheimilið sem var opnað í Barcelona árið 1979, en búið er að endurnýja það mikið. Fallegt heimili á góðum stað í borginni.

Mare de Deu de Montserrat: Farfuglaheimilið er staðsett 4 km norður af miðborginni. Gamaldags og skemmtilegt hús sem getur hýst 220 gesti. Aðeins utan við ys og þys borgarinnar.

Center Rambles: Farfuglaheimilið er staðsett í miðborginni. Ströndin er aðeins í 5 min fjarlægð.

Amsterdam


Vondelpark: Farfuglaheimilið er með þeim stærri og nýtýskulegastu í Evrópu. Það er staðsett í hinum fræga Vondel garði. Öll herbergin eru með sér snyrtingum og læstir skápar eru fyrir hvern gest.

Stadsdoelen: Staðsett í hafnarhúsi í miðborginni. Þetta heimili er tilvalið fyrir bakpokaferðalanga, þangað kemur fólk hvaðan af úr heiminum í herbergjunum eru læstir skápar fyrir hvern og einn.

Stokkhólmur


Fridhemsplan: Stærsta og nýtískulegasta heimilið í Stokkhólmi í ca. 20 min göngufjarlægð frá brautarstöðinni.

Af Chapman & Skeppsholmen: Heimili fyrir ævintýragjarna. Móttakan er staðsett í 19. aldar húsi en heimilið sjalft er um borð í skútu sem er staðsett við eyjuna Skeppsholmen í miðborg Stokkhólms.

Zinkensdamm: Zinkensdamm er í suðurhluta borgarinnar í gróðursælu umhverfi. Skemmtilegt hverfi, fullt af litlum galleríum, börum, veitingahúsum, smávöruverslunum og leikhúsum.

Backpackers Inn: Heimilið er aðeins opið yfir sumartímann. Ódýr og góð gisting, tækifæri til að hitta nýtt fólk á ferðalagi. Tilvalið fyrir þá sem eru á bakpokaferðalagi.

Boston


Boston at Fenway: Farfuglaheimilið er aðeins opið frá maí og fram í ágúst. Það er staðsett á skólalóð Boston Háskóla sem er í miðri borginni.

ParísLe d’Artagnan: Stærsta farfuglaheimili Frakklands. Það er staðsett nálægt Euroline rútustöðinni og það tekur aðeins í 15 min með lest að komast í miðbæinn.


Osló


Oslo Vandrerhjem Haraldsheim: Fallegt heimili í Grefsen í Osló. Stærsta farfuglaheimilið í Osló. Góðar samgöngur við miðborgina. Stutt í Marka, sem er helsti útivistarstaður Oslóarbúa með fjölmörgum merktum gönguleiðum.

Oslo Vandrerhjem Holtekilen: Holtekilen heimilið er staðsett í rólegu og gróðursælu umhverfi 8 km frá miðborg Oslóar. Heimilið dregur nafn sitt af Holtekilen sem er hluti Oslóarfjarðar.


New York


HI-New York: Farfuglaheimilið er staðsett nálægt Central Park og Columbia Háskólanum. Heimilið er í gömlu húsi í Viktoríu stíl. Næsta neðanjarðarstöð er í 200 m fjarlægð. Móttakan skipuleggur skoðunarferðir, ferðir á tónleika og aðra viðburði.

London


London St Pauls: Heimilið er í gömlu skólahúsnæði og eimir enn mjög af því umhverfi – gamall og skemmtilegur stíll. Er staðsett nálægt Tate safninu.

Earl’s court: Earl’s Court er skemmtilegt hverfi og farfuglaheimilið er í göngufæri frá Kensington og Hyde Park. Earl’s Court neðanjarðarstöðin er stór og þar er unnt að taka lest í allar áttir. Mikið er að skemmtilegum börum, veitingastöðum og verslunum í nágreninu.

Holland House: Þetta Farfuglaheimili er í mjög gamalli byggingu, elsti hlutin er frá 1607 sem gerir dvölina að ævintýralegri upplifun. Staðsett rétt við Kensington High Street og í göngufæri við helstu söfnin í London.

Oxford street: Farfuglaheimilið er staðsett í miðri borginni, við aðalverslunargötuna Oxford street. Þetta er staður fyrir þá sem vilja vera í hringiðu mannlífsins. Allir þeir barir, klúbbar, veitingahús og leikhús sem er að finna í Soho eru rétt handan við hornið.

London Thameside: Farfuglaheimilið er í skemmtilegri nútímalegri byggingu skammt frá Tower of London og Tower Bridge. Tilvalið fyrir fjölskyldur.

St Pancras: 4 stjörnu heimili samkvæmt flokkun Breska ferðamálaráðsins. Lítil og þægileg herbergi. Auðveldar samgöngur til allra helstu staðan

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.