Farfuglaskírteini
Farfuglaskírteinin gera ferðina þína ódýrari og skemmtilegri!
Með því að sýna farfuglaskírteinið færðu bestu kjör á farfuglaheimilum hér á landi og rúmlega 4000 heimilum um allan heim. Auk þess veitir skírteinið afslátt á um 3500 stöðum sem tengjast ferðalögum og/eða ferðamennsku auk þess að veita afslátt á völdum stöðum á Íslandi.
Athugið að víða erlendis er farfuglaskírteinið skilyrði. Ef þú átt ekki farfuglaskírteini máttu alltaf búast við því að greiða 10-20% hærra verð en annars fyrir gistinguna. Skírteinin gilda í ár frá útgáfudegi.
Viltu gerast Farfugl í ár? Við bjóðum þér tvær góðar leiðir:
- Komdu við í móttöku Farfuglaheimilana í Reykjavík (opið 8-23 alla daga) eða heimsæktu það farfuglaheimili sem er næst þér. Skírteinin eru útbúin á meðan að þú bíður.
- Pantaðu skírteinið þitt hér að neðan með því að fylla út formin sem birtast þegar að þú smellir á hlekkinn, greiddu og fáðu það sent í pósti. Það eru 3 tegundir skírteina að velja um:
Einstaklingsskírteini - 3.000 kr.
Fjölskylduskírteini - 4.000 kr. Gildir fyrir 1-2 fullorðna og börn að 18 ára aldri.
Hópaskírteini - 8.000 kr. Gildir fyrir allt að 10 manns sem ferðast saman. Fyrir hvern umfram það (10+) bætast við 600 kr.
Verð eru frá 1. maí 2015