16.1.2017

Ábyrg ferðaþjónusta og sjálfbærnisjóður Farfugla


Farfuglar skrifuðu undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu en það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu.

 

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er verndari verkefnisins.


Markmið verkefnisins eru í anda hugmyndafræði Farfugla og falla vel að allri stefnumörkun enda hafa Farfuglar verið í fararbroddi hérlendis í sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu.

 

Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir okkar hönd en alls hafa um 260 ferðaþjónustufyrirtæki á landinu öllu skráð sig til leiks. Nánar má lesa um verkefnið í heild sinni á vef Festu, samtaka um samfélagsábyrgð.


Sjálfbærnisjóður Farfugla 2017 

Stjórn Farfugla samþykkti í nóvember að setja á laggirnar Sjálfbærnisjóð Farfugla 2017 í tilefni af alþjóðlegu ári sjálfbærrar ferðaþjónustu.

 

Öllum Farfuglaheimilum HI Iceland gefst kostur á að sækja um styrk til nýrra sjálfbærniverkefna í anda nýju sjálfbærnistefnunnar en markmið sjóðsins er m.a. að virkja hagsmunaaðila til að gera sjálfbæra ferðaþjónustu að hvata til jákvæðra breytinga. 

International Year of Sustainable Tourism for Development

 

 

Abyrg_ferdathjonusta_Farfuglar_2017

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.