3.11.2015

Endurbætur á húsnæðinu í Laugardal

Miklar innanhúss endurbætur hafa  átt sér stað á Farfuglaheimilinu í Laugardal á þessu ári.  

 

Reykjavik_City_Hostel_Lounge

 

Herbergin hafa verið tekin í gegn;  sérhönnuð rúm ásamt innréttingum að hluta bíða nú gesta þar sem mikið hefur verið lagt upp úr þægindum og góðri notkun á rými. Húsið hefur verið málað, skipt um gardínur ásamt því að bætt var úr lýsingu og hljóðvist í öllu húsinu.  Gestir geta núna valið úr ýmsum fjölnota rýmum og þægilegum stofum og leikrýmum.  

 

Reykjavik_City_Hostel_private_rooms

 

Staðsetningin er frábær, við hliðina á Laugardalshöllinni og í jaðri Laugardalsins. Heimilið hefur verið sérstaklega vinsælt meðal hópa af öllum stærðum og gerðum.  Jafnframt er unnið að framtíðarskipulagi heimilisins og breytingar á lóð. 


Steinunn Haraldsdóttir arkitekt hjá VA arkitektum hafði umsjón með hönnuninni. 

 

Reykjavik_City_Hostel_outside

 <<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.