16.1.2015

Ertu ekki til í skíðasnúning út á landi?


skidasvaediFarfuglaheimilin á Akureyri, Dalvík, Siglufirði og Seyðisfirði eru opin allt árið og bjóða skíða- og brettafólk sérstaklega velkomið yfir vetrartímann. Farfuglaheimili bjóða góða fjölskyluvæna gisitingu á hagkvæmu verði. 


Farfuglaheimilið á Dalvík og Siglufirði taka vel á móti skíðafólki sem vill njóta útiverunnar í faðmi fjallanna. Það tekur ekki nema hálftíma að fara á milli Dalvíkur og Siglufjarðar. Skíðasvæði Dalvíkur er í Böggvisstaðafjalli og á svæðinu eru tvær lyftur. Skíðasvæðið á Siglufirði er i Skarðsdal og þar eru þrjár lyftur. Einnig er þar fín aðstaða þar fyrir skíðagöngu við Íþróttamiðstöðina að Hóli.


Í Hlíðarfjalli er afburða skíðasvæði rétt við bæjardyr Akureyrar og það er ekki nema 10 mínútna akstur í fjallið.


Austfirsku alparnir í Oddsskarði eins og Skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft nefnt, er skemmtilegt svig-, skíða-, og snjóbrettasvæði. Aðeins 10 mínútna akstur frá Seyðisfirði, í svokölluður Stafdal, er fín aðstaða til skíðaiðkunar. Dalurinn er á milli Efri-Stafs og Neðri-Stafs í heiði og er þar diskalyfta og byrjendalyfta.

Til að bóka gistingu hjá heimilunum, hafið samband við Farfuglaheimilið á Siglufirði, Dalvík, Akureyri og Seyðisfirði, annað hvort í síma eða með því að senda þeim póst.

 

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.