4.12.2014

Farfuglaheimilið Sæberg hefur hlotið alþjóðlega gæðaviðurkenningu.

Hostelling International (HI) hefur vottað að Farfuglaheimilið Sæberg er handhafi HI Quality Light gæðastjórnunarkerfisins. Vottunin er staðfesting á því að Sæberg uppfyllir strangar gæðakröfur HI. 


hiquality100px1HI Quality Light er gæðastjórnunarkerfi sem er búið til af reynslumiklum stjórnendum Farfuglaheimila og var kerfið hannað sérstaklega fyrir Farfuglaheimili og samtök Farfuglaheimila. Kerfið er þróað út frá HI Quality gæðakerfinu og er ætlað minni Farfuglaheimilum. HI Quality Light gæðakerfið nær yfir alla almenna þætti í stjórnun og rekstri Farfuglaheimila: störf framkvæmdastjóra, móttöku, þrif, framreiðslu á mat og viðhald.  HI Quality Light gæðakerfið er notað á fjölmörgum Farfuglaheimilum Hostelling International sem staðsett eru í um 90 löndum. 

 


Nú eru 6 Farfuglaheimili á Íslandi vottuð út frá HI-Q gæðakerfinu og eru það heimilin þrjú í Reykjavík: í Laugardal, á Vesturgötu og í Bankastræti, auk heimila á Grundarfirði og í Bíldudal og nú Sæberg.

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.