8.12.2016

Farfuglar nýta sér vistvænar samgöngur

 

Nýlega undirritaði ríflega þriðjungur starfsmanna Farfugla samgöngusamning sem kveður á um að þeir skuldbindi sig til að ferðast með vistvænum hætti til og frá vinnu í að lágmarki 60% tilvika. Eftir undirritun samningsins fá starfsmenn 7.000 króna styrk á mánuði og skuldbinda sig til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga til og frá vinnu. Hjá Farfuglum starfa nú um 70 manns og ákváðu 27 starfsmenn að taka þessari áskorun á miðjum vetri sem í huga margra er erfiðasti tími ársins til að nýta sér vistvænar samgöngur.

 

Fyrr á árinu luku Farfuglar umfangsmikilli stefnumótunarvinnu. Í nýrri stefnu Farfugla er hlutverk samtakanna skilgreint á eftirfarandi hátt:  Að styðja við sjálfbæra og ábyrga ferðamennsku og menningarlega fjölbreytni. Með samþykkt stefnumótunarinnar eru Farfuglar í fararbroddi sjálfbærrar ferðaþjónustu hér á landi. Í kjölfar vinnunnar hafa fjórar stefnur verið útfærðar, sem taka á einstökum þáttum starfseminnar.  Auk samgöngustefnu hafa Farfuglar samþykkt og hafið innleiðingu á sjálfbærni-, jafnréttis-, mannauðsstefnu.  


Farfuglaheimilin á Íslandi eru 33 talsins, þrjú í Reykjavík og 30 staðsett hringinn í kringum landið.  Farfuglar eru hluti af samtökunum Hostelling International sem starfa í 80 löndum með yfir 4000 Farfuglaheimili á sínum snærum. Farfuglar skipuleggja einnig ferðir fyrir erlenda ferðamenn hérlendis sem gista á Farfuglaheimilum og kynnast um leið ýmsum þáttum í sjálfbærum rekstri heimilanna. Aðalsmerki Farfugla og Hostelling International  út um allan heim er ferðaþjónusta í takt við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Því munu Farfuglar út um allan heim láta til sín taka á Alþjóðlegu ári sjálfbærrar ferðaþjónustu 2017 sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir.

 

 

Samgongusamningur_frett

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.