28.9.2015

Farfuglar styðja hjálparstarf í Brazzaville í Kongó

Farfuglar aðstoða við söfnun á notuðum gleraugum fyrir munaðarlaus börn og efnalítið fólk í Brazzaville í Kongó í Afríku.


Í samstarfi við Sæmundur Jóhannesson flugvirkja og Flugvirkjafélag Íslands aðstoða Farfuglar við að safna notuðum gleraugum sem svo eru send út til spítala í Brazzaville í Kongó.

 

Farfuglar bjóða heimilin í Reykjavík og heimilin úti á landi sem móttökustaði fyrir gleraugun og er fólk hvatt til að leggja söfnuninni lið. Gleraugun sem safnast verða svo afhent íbúum Brazzaville á spítalanum þar sem læknir mun gera sjónmælingu og afhenda íbúunum gleraugu við hæfi. 


Með þessu samstarfi eru fátækum börnum á spítalanum auk annarra íbúa í Brazzaville, gert kleyft að sjá betur og þar með að auka lífgæði þeirra.


Frekari upplýsingar um hjálparstarfið 

 

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.