30.11.2015

Glæsilegur árangur íslenskra farfuglaheimila

Farfuglaheimilin á Vesturgötu 17  í Reykjavík og á Bíldudal hlutu fyrir skömmu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur að mati gesta sem bóka gistingu sína gegnum bókunarvél alþjóðasamtaka Farfugla - Hostelling International.

 

Veitt eru verðlaun fyrir besta farfuglaheimilið að mati gestanna og auk þess eru veitt verðlaun í 5 mismunandi flokkum. Farfuglaheimilið á Vesturgötu var valið besta farfuglaheimilið og lenti jafnframt í þriðja sæti fyrir störf sín að umhverfismálum. Farfuglaheimilið á Vesturgötu starfar, líkt og hin tvö í borginni; í Laugardalnum og Loft í Bankastræti,  samkvæmt eigin sjálfbærnistefnu.  Farfuglaheimilið á Bíldudal lenti í þriðja sæti í kosningunni um vinalegasta farfuglaheimilið og náði auk þess í fimmta sætið fyrir störf sín að umhverfismálum.  


Þetta er sérlega glæsilegur árangur þar sem alls eru um 2500 farfuglaheimili um allan heim bókanleg á bókunarvélinni. Til þess að komast á listana þarf hvert heimili að fá álit frá fleiri en  60 gestum. 


„Mér er mikið umhugað um gestina mína og fyrir mér eru gestirnir á Farfuglaheimilinu eins og gestir á mínu eigin heimili og þannig kem ég fram við þá, segir Silja Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Farfuglaheimilisins á Bíldudal.  Silja og eiginmaður hennar, Björn Magnús Magnússon, hafa rekið heimilið frá 2008 og langt í það mikinn metnað. „Umhverfismálin eru okkar hjartans mál og heimilið er með vottun sem Grænt Farfuglaheimili og er einnig handhafi HI Quality Light gæðastjórnunarkerfisins frá Alþjóðasamtökunum.“  


"Við þökkum gestunum okkar fyrir þessa frábæru viðurkenningu. Hún er teyminu hvatning til að gera enn betur, halda áfram að sýna umhyggju í störfum okkar og njóta gestgjafahlutverksins. Takk fyrir okkur!”  segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík.

 

 

Silja_Baldvinsdottir_Bildudalur_HI_Hostel_pr

Silja Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Farfuglaheimilisins á Bíldudal.

 

 

Reykjavik downtonwn Hostel 2015_vinningshafar_PRjpg

 

Emilia Prodea, gæðastjóri Farfugla, Thomas Banakas, móttökustjóri á Vesturgötu, Kristi Strik, starfsmaður á Vesturgötu og Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Reykjavíkurheimilanna.

 

 

Vinningshafar í hverjum flokki:

Farfuglaheimili ársins

1. Farfuglaheimilið á Vesturgötu

2. HI-Martha's Vineyard, Bandaríkin

3. HI-Seoul Youth Hostel, Suður Kórea

 

Þægilegasta Farfuglaheimilið

1. HI Phoenix – The Metcalf House, Bandaríkin

2. HI-Martha's Vineyard, Bandaríkin

3. Kyoto - Utano YH, Japan  

 

Vinsamlegasta Farfuglaheimilið

1. HI Martha’s Vineyard, Bandaríkin

2. HI-Seoul Youth Hostel, South Korea

3. Farfugalheimilið í Bíldudal

 

Umhverfisvænasta Farfuglaheimilið

 1. HI Portland Hawthorne Hostel, Bandaríkin

2. HI - Truro, Bandaríkin

3. Farfuglaheimið í Vesturgötu

 

Best HI Hostel network

1. HI USA

2. YHA Hong Kong

3. HI Iceland

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.