7.7.2016

HI Quality gæðavottun fyrir Reykjavíkurheimilin

Farfuglaheimilin í Reykjavík fengu afhend HI Quality gæðavottun alþjóðasambands farfuglaheimila, Hostelling International. Farfuglaheimilin eru í Laugardal, á Vesturgötu og Loft í Bankastræti.


Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit og er staðfesting á faglegum og öguðum vinnubrögðum starfsmanna Farfugla. Það var gæðastjóri Hostelling International,  Jürgen Gross, sem afhenti vottunina ásamt Brianda Lopez, umhverfis- og gæðastjóra alþjóðasamtakanna.  


Gæðakerfið nær yfir þá umfangsmiklu starfsemi sem fram fer hjá Farfuglum og leiðir það til einfaldari og skilvirkari stjórnunar innan samtakanna;  verkferlar eru skýrir og stöðluð vinnubrögð gera störf allra mun skilvirkari. Gæðakerfið  tryggir stöðugt eftirlit og rýni á öllum verkþáttum og stöðugar umbætur í starfi.

Með vottuninni er það von  Farfugla  að gestir Farfuglaheimilanna njóti enn betur þeirrar þjónustu sem heimilin bjóða upp á.

 

Reykjavik_City_Hostel_2016

Að lokinni gæðavottun hjá Farfuglaheimilinu í Laugardal.

 

Reykjavik_Downtown_Hostel_2016

Að lokinni gæðavottun hjá Farfuglaheimilinu á Vesturgötu.

 

Reykjavik_Loft_Hostel_2016

Að lokinni gæðavottun hjá Farfuglaheimilinu Loft í Bankastræti.

<<Til baka

Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.