Farfuglar

Farfuglar ses er málsvari farfugla og farfuglaheimila hér á landi.

Farfuglar er aðili að alþjóðasamtökum farfugla Hostelling International (International Youth Hostel Federation) og voru samtökin stofnuð árið 1939. Allt frá upphafi hefur hlutverk Farfugla verið að stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverfinu, umhyggju fyrir náttúrunni og virðingu fyrir menningarlegu gildi borga og bæja í öllum heimshlutum. Til að vinna að þessu hlutverki sínu starfrækja samtökin m.a. farfuglaheimili, gangast fyrir ódýrum ferðalögum um byggðir og óbyggðir og veita upplýsingar um farfuglaheimili víðs vegar um heiminn.
 
Á farfuglaheimilum er leitast við að skapa alþjóðlegt andrúmsloft í heimilislegu umhverfi þar sem fólk alls staðar að og með ýmis áhugamál hittist og ræðir málin.

Farfuglaskírteinið gildir í eitt ár frá útgáfudegi og veitir það bestu kjör á rúmlega 5000 farfuglaheimilum hér á landi og erlendis.    


Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.