Friðarviku Farfugla fagnað út um allan heim – og á Íslandi


Friðarvika Farfugla – Sleep for Peace -  er haldin hátíðleg á Íslandi ár hvert í september en friðarvikan er haldin á um 150 hostelum í tæplega 30 löndum í tilefni af Alþjóðlegum friðardegi sameinuðu þjóðanna þann 21. september.


Grunnhugmynd viðburðarins er sú að Hostelling International út um allan heim virki mannauð sinn og innra starf til að koma þeim skilaboðum á framfæri að ferðalög og skilningur á ólíkri menningu stuðli að betri og friðsamlegri veröld. Þar sem fólk kynnist ólíkum viðhorfum, menningu og sögu, heima og að heiman, eru meiri líkur á friði í heiminum. Viðburðurinn var fyrst settur á laggirnar árið 2013 og var haldinn í annað sinn hérlendis.


Farfuglar á Íslandi leggja sitt af mörkum og í tilefni af Friðarvikunni verður efnt til fjölmargra viðburða á Farfuglaheimilunum í Reykjavík og í Borgarnesi.

Öllum er velkomið að taka þátt, ekki aðeins gestum heimilanna heldur hverjum þeim sem hefur áhuga á að leggja málefninu lið.

 

Dagskrá Friðarviku Farfugla

 • 21. september – Alþjóðlegur dagur friðar.
  Á Farfuglaheimilinu Loft í Bankastræti hefst friðarvikan á sýningu myndbands um Friðardaginn og að því búnu eru órafmagnaðir tónleikar.Á öllum Farfuglaheimilunum verður mínútuþögn á hádegi.

 

 • 23. september – laugardagur.
  Öllum býðst að taka þátt í myndsköpun undir berum himni fyrir framan Farfuglaheimilið í Laugardal, Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti, Farfuglaheimilið Vesturgötu og Farfuglaheimilið í Borgarnesi. Með því viljum við hreyfa við þeim sem eiga leið framhjá jafnframt því að vekja gesti Farfuglaheimilanna til umhugsunar um frið.

 

 • 24. september – sunnudagur.
  Jógatími á Farfuglaheimilinu Loft verður með áherslu á hugleiðslu sem leið að innri friði. Að tímanum loknum er hægt að taka þátt í að mála stórt friðarmerki sem sett verður saman á Tjaldsvæðinu í Laugardal síðar um daginn.

 

 • 25. september – mánudagur.
  Næturgestum og starfsfólki er boðið til kvöldverðar í þágu friðar á Farfuglaheimilunum á Vesturgötu og í Borgarnesi.

 

 • 26. september – þriðjudagur.
  Fataskiptimarkaður Loft verður helgaður friði.

 

 • 27. september – Alþjóðadagur ferðaþjónustunnar.
  Á lokakvöldi Friðarvikunnar verður frumsýnt myndband íslensku friðarvikunnar.

 

 

fridarvika_Farfugla


Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.