Tjaldsvæðið Slyppugil í Þórsmörk

 

Tjaldsvæðið í Slyppugili er á grónu, rólegu svæði með frábæra sýn yfir á Eyjafjallajökul. Slyppugilið er upphafs- og endapunktur margra þektra gönguleiða í Þórsmörk, t.d. Tindfjallahringsins. Þá er stutt í aðrar þekktar gönguleiðir, t.d. Laugaveginn, Fimmvörðuháls og yfir í Húsadal. Skálavörður í Slyppugili gefur nánari upplýsingar um gönguleiðirnar og selur göngukort.

Í Slyppugil er flott aðstaða, þar eru sturtur, salerni og einnig útigrill.

 

Verð 1200 kr. fyrir manninn.
Veittur er 20% afsláttur ef keypt er saman ferð með rútu og gisting á tjaldsvæðinu. Eingöngu hægt að nálgast tilboðið á Tjaldsvæðinu í Laugardal

Áætlunarferðir í Þórsmörk
Trex
er með daglegar ferðir í Þórsmörk frá 14. júní til 8. september.
Trex ekur daglega beint í Langadal og Bása og til baka samdægurs samkvæmt tímaáætlun á tímabilinu frá 14. júní til 8. september sumarið 2015.
Daglegar ferðir frá Tjaldsvæðinu í Laugardal kl. 07:45. Rútan stoppar í Langadal en þaðan er aðeins 5 mín. gangur í Slyppugil. Dagleg brottför úr Langadal er kl. 14:00. 


Hafa samband

Sími 575 6700 og 8632992

Netfang: info@hostel.is

 

Slyppugil_tjaldsvaedi_Thorsmork

 

Slyppugil_tjaldsvaedi_Thorsmork_1

 

Slyppugil_tjaldsvaedi_Thorsmork_2


Share |

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.