Gæðastaðlar Farfugla

Alþjóðasamtökin Farfugla, Hostelling International  (HI) gefa út alþjóðlega gæðastaðla sem gilda eiga sem lágmarkskröfur fyrir rekstraraðila farfuglaheimila um allan heim. Með því er reynt að tryggja að komið sé til móts við óskir og væntingar gesta til þeirrar aðstöðu og þjónustu sem veitt er, hvar sem þeir eru staddir í heiminum.

Það er skylda Farfugla sem aðildarsamtaka að HI að fylgja gæðastöðlunum eftir með því að aðlaga þá íslenskum aðstæðum og sjá til þess að þeir staðir sem óska að starfa undir merkjum HI sem Farfuglaheimili uppfylli a.m.k þessar lágmarks kröfur í þjónustu og aðbúnaði gesta. Gæðastöðlunum er skipt upp í eftirfarandi sex þætti: Þjónusta og viðmót, Hreinlæti, Öryggi, Friðhelgi, Þægindi og aðbúnaður og Rekstur í sátt við umhverfið.

Gerð er viðamikil viðhorfskönnun meðal gesta Farfugla árlega og unnið með niðurstöðurnar. Einnig eru gerðar úttektir á farfuglaheimilunum og athugað hvernig gera megi enn betur. Farfuglar hvetja gesti sína til að hafa samband ef þeir hafa hugmyndir eða athugasemdir um hvernig megi bæta aðstöðu og þjónustu, en allar ábendingar eru vel þegnar.

Meira um Gæðastaðla Farfugla (pdf 40.0 KB)

 

Umverfis- og gæðastaðlar Farfugla 2015


Share |

 

2015  

Farfuglaheimilið Ósar hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilin Sæberg, Akranes, Broddanes og Dalvík eru komin í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilið Sæberg hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2013

Farfuglaheimilið Loft hlýtur vottun Svansins; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

2013   Farfuglaheimilin í Gaulverjaskóla, Vík, Vagnsstöðum og Reyðarfirði koma í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2011   Farfuglaheimilin á Akranesi, Grundarfirði og Bíldudal fá HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
kudungur 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins
       
Ferdaumhverfisverdlaun-2010-logo copy 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2010   Farfuglaheimilið  á Vesturgötu fær HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
Svanslogo fyrir Farfuglaheimilið Vesturgötu 2010 
  
Farfuglaheimilið Vesturgötu fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
 
Merki HI Quaity vottunarinnar
 2005
Farfuglaheimilið í Laugardal hlaut í júlímánuði HI Quality gæðavottun alþjóðasambandsins; Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
 Mynd af Svansmerkinu  2004
Farfuglaheimilið Laugardal fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var þá annað tveggja farfuglaheimila í heiminum til að hljóta þessa vottun.
 Merki Ferðamálaráðs fyrir Ferðaþjónustufyrirtæki ársins  2003
Ferðamálaráð Íslands veitir Farfuglum viðurkenninguna Ferðaþjónustufyrirtæki ársins fyrir störf samtakanna að umhverfismálum.
   2002
Reykjavíkurborg veitir Farfuglaheimilinu í Reykjavík "Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar" fyrir  sitt framlag.

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.