Græn Farfuglaheimili


Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum  sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði  sem tengjast umhverfismálum. Lögð er áhersla á að hér er ekki um viðurkennda umhverfisvottun að ræða heldur viðmið sem samtökin setja og hefur eftirlit með.

Nú bera 17 farfuglaheimili merkið Grænt farfuglaheimili, en þau eru farfuglaheimilin á AkranesiBerunesi, BroddanesDalvíkGaulverjaskóla, Grundarfirði, Húsey, Kópasker, Laugarvatn, Ósar, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Sæbergi Vagnsstöðum og Vík. Þetta eru allt ólík heimili og hafa hvert sín séreinkenni en eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum við umhverfisvernd, og til að hjálpa gestum sínum að njóta umhverfisins og náttúrunnar. Grænu farfuglaheimilin hafa, í fjölbreytileika sínum, fundið skemmtilegar leiðir til að vinna með umhverfi sínu og aðstæðum, auk þess að uppfylla þau viðmið sem farið er fram á við þá sem nota umhverfismerkið.

Green_Hostels_Iceland

Þar að auki bera þrjú farfuglaheimili Norræna umhverfismerkið Svaninn, en það eru Farfuglaheimilið í Laugardal,  Farfuglaheimilið á Vesturgötu og Farfuglaheimilið Loft, öll staðsett í Reykjavík.

 

Hér eru nokkur dæmi um virkt umhverfisstarf á heimilunum:

 

  • Á Berunesi eru ræktaðar kartöflur og þar er notast mikið við vörur af svæðinu. Þar eru göngustígar og gestir geta fengið göngukort þegar þeir fara í könnunarleiðangra um svæðið. Þar er vel fylgst með húshitun.
  • Á Grundarfirði geta gestir skilið eftir fatnað sem þeir nota ekki lengur ef þeir vilja létta töskurnar sínar. Fatnaðurinn fer síðan til Rauða Krossins þar sem hann öðlast framhaldslíf.
  • Gestgjafar á Laugarvatni hafa leitt visthópa á svæðinu, sem samanstanda af fólki sem vill gera heimilishald sitt vistvænna.
  • Á Seyðisfirði er skiptikarfa fyrir tau, þar sem gestir geta skilið eftir eða skipt út fatnaði og útbúnaði
  • Húsey er mikil náttúruparadís. Þar geta gestir tekið þátt í lífinu á bænum og vitjað silungsneta með bændunum. Þar er líka hægt að sjá seli í ósnum nálægt bænum.
  • Í Reykjavík er hægt að skilja eftir eða skipta út lesefni, eða njóta lítils en ört vaxandi bókasafns um umhverfismál. Þeir sem vilja kanna borgina geta leigt til þess hjól.
  • Á Kópaskeri, nálægt þjóðgarðinum í Ásbyrgi, er að finna gott bókasafn um jarðfræði, enda er svæðið afar áhugavert með tilliti til jarðfræði.
  • Á Ósum er yfir 1200 plöntum plantað árlega á landareigninni og hrossatað notað sem áburður. Á Ósum fer allur lífrænn úrgangur í jarðgerðartank.


Share |

 

2015  

Farfuglaheimilið Ósar hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilin Sæberg, Akranes, Broddanes og Dalvík eru komin í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilið Sæberg hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2013

Farfuglaheimilið Loft hlýtur vottun Svansins; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

2013   Farfuglaheimilin í Gaulverjaskóla, Vík, Vagnsstöðum og Reyðarfirði koma í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2011   Farfuglaheimilin á Akranesi, Grundarfirði og Bíldudal fá HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
kudungur 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins
       
Ferdaumhverfisverdlaun-2010-logo copy 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2010   Farfuglaheimilið  á Vesturgötu fær HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
Svanslogo fyrir Farfuglaheimilið Vesturgötu 2010 
  
Farfuglaheimilið Vesturgötu fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
 
Merki HI Quaity vottunarinnar
 2005
Farfuglaheimilið í Laugardal hlaut í júlímánuði HI Quality gæðavottun alþjóðasambandsins; Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
 Mynd af Svansmerkinu  2004
Farfuglaheimilið Laugardal fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var þá annað tveggja farfuglaheimila í heiminum til að hljóta þessa vottun.
 Merki Ferðamálaráðs fyrir Ferðaþjónustufyrirtæki ársins  2003
Ferðamálaráð Íslands veitir Farfuglum viðurkenninguna Ferðaþjónustufyrirtæki ársins fyrir störf samtakanna að umhverfismálum.
   2002
Reykjavíkurborg veitir Farfuglaheimilinu í Reykjavík "Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar" fyrir  sitt framlag.

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.