HI Quality - Gæða- og stjórnunarkerfi Hostelling International

Aðalskrifstofa  Farfugla fékk afhenda gæðavottun alþjóðasambands farfuglaheimila, Hostelling International.


Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit  og er staðfesting á faglegum og öguðum vinnubrögðum starfsmanna Farfugla. Það var gæðastjóri Hostelling International,  Jürgen Gross, sem afhenti vottunina ásamt Brianda Lopez, umhverfis- og gæðastjóra alþjóðasamtakanna.

 

„HI Quality Management System for Head Offices“ er gæða- og stjórnunarkerfi Hostelling International sem byggir á "best practices" frá viðurkenndum alþjóðlegum  gæðakerfum sem hefur verið aðlagað að stjórnunar- og starfsháttum farfuglaheimila.  Farfuglar eru sjötta aðildarþjóð Hostelling International sem fær gæðavottun á aðalskrifstofu samtakanna.

 

Gæðakerfið nær yfir þá umfangsmiklu starfsemi sem fram fer hjá Farfuglum og leiðir það til einfaldari og skilvirkari stjórnunar innan samtakanna;  verkferlar eru skýrir og stöðluð vinnubrögð gera störf allra mun skilvirkari. Gæðakerfið  tryggir stöðugt eftirlit og rýni á öllum verkþáttum og stöðugar umbætur í starfi.

Það er gríðarleg áhersla lögð á umhverfis- og gæðastarf hjá Farfuglum og þeir hafa verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvænni ferðaþjónustu.

 

HI Quality gæðavottun

Í dag eru fjögur Farfuglaheimili með þessa gæðavottun,  þrjú þeirra eru í Reykjavík; Reykjavik City Hostel, Reykjavik Downtown Hostel og Loft Hostel, og  eitt er út á landi eða á Grundarfirði.

Með innleiðingu gæðakerfisins er það von Farfugla að gestir Farfuglaheimilanna njóti enn betur þeirrar þjónustu sem heimilin bjóða upp á.

 

HI_Quality_certification_HI_Iceland_Office


Share |

 

2015  

Farfuglaheimilið Ósar hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilin Sæberg, Akranes, Broddanes og Dalvík eru komin í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilið Sæberg hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2013

Farfuglaheimilið Loft hlýtur vottun Svansins; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

2013   Farfuglaheimilin í Gaulverjaskóla, Vík, Vagnsstöðum og Reyðarfirði koma í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2011   Farfuglaheimilin á Akranesi, Grundarfirði og Bíldudal fá HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
kudungur 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins
       
Ferdaumhverfisverdlaun-2010-logo copy 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2010   Farfuglaheimilið  á Vesturgötu fær HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
Svanslogo fyrir Farfuglaheimilið Vesturgötu 2010 
  
Farfuglaheimilið Vesturgötu fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
 
Merki HI Quaity vottunarinnar
 2005
Farfuglaheimilið í Laugardal hlaut í júlímánuði HI Quality gæðavottun alþjóðasambandsins; Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
 Mynd af Svansmerkinu  2004
Farfuglaheimilið Laugardal fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var þá annað tveggja farfuglaheimila í heiminum til að hljóta þessa vottun.
 Merki Ferðamálaráðs fyrir Ferðaþjónustufyrirtæki ársins  2003
Ferðamálaráð Íslands veitir Farfuglum viðurkenninguna Ferðaþjónustufyrirtæki ársins fyrir störf samtakanna að umhverfismálum.
   2002
Reykjavíkurborg veitir Farfuglaheimilinu í Reykjavík "Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar" fyrir  sitt framlag.

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.