Sýnum samfélagslega ábyrgð í verki

 

Farfuglar og Rauði krossinn á Íslandi hafa á undanförnu ári unnið saman að ýmsum verkefnum með hælisleitendum og flóttamönnum í anda samfélagslegrar ábyrgðar en Farfuglar skrifuðu fyrr á árinu undir undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, sem Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn stóðu fyrir. 

 

Farfuglar hafa staðið fyrir ýmiskonar kynningum á landi og þjóð og boðið upp á kaffiveitingar; bæði Farfuglaheimilinu í Laugardal og í húsnæði Rauða krossins í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá hafa Farfuglar boðið fólki, sem hefur aðsetur utan Reykjavikur,  að koma í helgarferðir til borgarinnar og fengið fría gistingu á Farfuglaheimili og aðstoð við skipulagningu ferðar og dvalar.

 

Viðamestu samstarfsverkefni Farfugla og Rauða krossins, og þau sem hafa notið mestra  vinsælda,  hafa verið stuttar skemmtiferðir innan og utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Farið hefur verið í fjallgöngur og gönguferðir, grillað í Heiðmörk og í maí var farið í tvær sérlega vel heppnaðar ferðir.

 

Þann 4. maí var siglt út í Viðey í góðu samstarfi við Eldingu. Hópurinn fékk þar kynningu á eynni í boði Borgarsögusafns Reykjavíkur,  svo voru grillaðir hamborgarar í Naustinu og farið í leiki í vorvindum þeim sem léku um eynna í ferðalaginu.

Í síðari ferðinni var haldið austur fyrir fjall með viðkomu í Hellisheiðarvirkjun hvar gestirnir fengu kynningu á starfseminni. Í Hvergagerði fékk hópurinn kynningu hjá Kjörís og íssmökkun og að endingu var vel tekið móti hópnum í Hveragarðinum í samstarfi við Upplýsingamiðstöð Suðurlands. 

 

Farfuglar hafa lengi verið í fremstu röð íslenskra fyrirtækja þegar kemur á sjálfbærni og náttúruvernd en hafa nú með þessu samstarfi við Rauða krossinn fikrað sig í áttina að annarskonar verkefnum á sviði samfélagslegrar ábyrgðar.  

 

 

Red_cross_Iceland

 

Red_cross_Iceland_1


Share |

 

2015  

Farfuglaheimilið Ósar hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilin Sæberg, Akranes, Broddanes og Dalvík eru komin í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilið Sæberg hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2013

Farfuglaheimilið Loft hlýtur vottun Svansins; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

2013   Farfuglaheimilin í Gaulverjaskóla, Vík, Vagnsstöðum og Reyðarfirði koma í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2011   Farfuglaheimilin á Akranesi, Grundarfirði og Bíldudal fá HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
kudungur 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins
       
Ferdaumhverfisverdlaun-2010-logo copy 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2010   Farfuglaheimilið  á Vesturgötu fær HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
Svanslogo fyrir Farfuglaheimilið Vesturgötu 2010 
  
Farfuglaheimilið Vesturgötu fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
 
Merki HI Quaity vottunarinnar
 2005
Farfuglaheimilið í Laugardal hlaut í júlímánuði HI Quality gæðavottun alþjóðasambandsins; Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
 Mynd af Svansmerkinu  2004
Farfuglaheimilið Laugardal fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var þá annað tveggja farfuglaheimila í heiminum til að hljóta þessa vottun.
 Merki Ferðamálaráðs fyrir Ferðaþjónustufyrirtæki ársins  2003
Ferðamálaráð Íslands veitir Farfuglum viðurkenninguna Ferðaþjónustufyrirtæki ársins fyrir störf samtakanna að umhverfismálum.
   2002
Reykjavíkurborg veitir Farfuglaheimilinu í Reykjavík "Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar" fyrir  sitt framlag.

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.