Sjálfbærnistefna Farfugla


Farfuglar vilja að gestir sínir eigi jákvæð samskipti við íslenskt samfélag sem koma öllum aðilum til góða og auka gagnkvæman skilning. Við viljum einnig hvetja gesti okkar til að ferðast á sjálfbæran og ábyrgan hátt og í þeim tilgangi bjóðum við upp á fræðslu um sjálfbærni og leiðir til að gestir geti minnkað umhverfissporið sem þeir skilja eftir sig.


Sjálfbærni er í okkar huga stanslaus leit að nýjum leiðum til að minnka neikvæð umhverfisáhrif af starfsemi okkar. Að sama skapi leggjum við áherslu á að virða og efla félagslega og menningarlega hagsmuni og jafnframt að auka efnahagslega velsæld nærsamfélaga Farfuglaheimilanna.

 

  • Öll tæki sem keypt eru skulu valin með tilliti til góðrar endingar ásamt upplýsingum um vatns- og orkunotkun þeirra þar sem það á við.

 

  • Við lágmörkum óþarfa innkaup og kaup á einnota hlutum. Við kaupum umhverfisvottaðar vörur þegar þess er kostur.

 

  • Við verndum náttúruna og forðumst notkun eiturefna. Frárennslismál skulu vera í lagi og sorp flokkað eins og hægt er á Farfuglaheimilunum.

 

  • Við veljum að kaupa íslenskar og/eða lífrænt vottaðar matvörur sem eru framleiddar á sem náttúrulegastan hátt og seldar milliliðalaust þegar þess er kostur. Við hendum ekki mat að óþörfu og komum vörum frá minni matarframleiðendum á framfæri.

 

  • Við leggjum áherslu á að safna lífrænum úrgangi á öllum Farfuglaheimilum.

 

  • Við tökum ábyrgð á okkar hlut í loftslagsbreytingum af mannavöldum og tryggjum kolefnisjöfnun á Farfuglaheimilum með því að gefa gestum kost á að leggja fé í sjóð sem rennur til verkefna sem stuðla að minnkun gróðurhúsalofttegunda.

 

  • Við virðum mannréttindi og styðjum fjölmenningu og erum á sama tíma meðvituð um menningargildi íslensk samfélags.

 

  • Við eflum efnahagslega velsæld nærsamfélaga Farfuglaheimilanna með því að hvetja gesti okkar til að gista lengur en eina nótt á hverjum stað og með því að bjóða upp á vörur og þjónustu úr heimabyggð.

 

  • Við veljum samstarfsaðila sem eiga samleið með stefnu Farfugla, gildum og sjálfbærnistöðlum.Við tryggjum starfsfólki sanngjörn laun og góðar vinnuaðstæður.

 

  • Við leggjum áherslu á að skapa jafnvægi milli þarfa og væntinga gesta okkar, nærsamfélaga Farfuglaheimilanna og umhverfisins.

 


Farfuglar hafa trú á sjálfbærri framtíð fyrir mannkynið. Við sýnum ábyrgð í verki og eflum hlutverk sjálfbærni innan okkar raða með góðum gjörðum og starfsháttum.


Samþykkt á stjórnarfundi Farfugla ses 18. apríl 2016


Share |

 

2015  

Farfuglaheimilið Ósar hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilin Sæberg, Akranes, Broddanes og Dalvík eru komin í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilið Sæberg hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2013

Farfuglaheimilið Loft hlýtur vottun Svansins; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

2013   Farfuglaheimilin í Gaulverjaskóla, Vík, Vagnsstöðum og Reyðarfirði koma í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2011   Farfuglaheimilin á Akranesi, Grundarfirði og Bíldudal fá HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
kudungur 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins
       
Ferdaumhverfisverdlaun-2010-logo copy 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2010   Farfuglaheimilið  á Vesturgötu fær HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
Svanslogo fyrir Farfuglaheimilið Vesturgötu 2010 
  
Farfuglaheimilið Vesturgötu fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
 
Merki HI Quaity vottunarinnar
 2005
Farfuglaheimilið í Laugardal hlaut í júlímánuði HI Quality gæðavottun alþjóðasambandsins; Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
 Mynd af Svansmerkinu  2004
Farfuglaheimilið Laugardal fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var þá annað tveggja farfuglaheimila í heiminum til að hljóta þessa vottun.
 Merki Ferðamálaráðs fyrir Ferðaþjónustufyrirtæki ársins  2003
Ferðamálaráð Íslands veitir Farfuglum viðurkenninguna Ferðaþjónustufyrirtæki ársins fyrir störf samtakanna að umhverfismálum.
   2002
Reykjavíkurborg veitir Farfuglaheimilinu í Reykjavík "Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar" fyrir  sitt framlag.

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.