Farfuglar styðja mannúðarverkefni í Brazzaville í Kongó


Farfuglar aðstoða við söfnun á notuðum gleraugum fyrir munaðarlaus börn og efnalítið fólk í Brazzaville í Kongó í Afríku.sofnun_notud_gleraugu_Kongo_4

Sæmundur Jóhannesson starfar sem flugvirki og hefur ferðast um allan heim í starfi sínu. Á ferð sinni um höfuðborgina Brazzaville í vestur Kongó í Afríku, frétti hann af mikilli vöntun á gleraugum í spítala sem rekinn er af tveimur nunnum. Stofnandi spítalans er Brigitte Yengo og er hún menntuð sem læknir. Spítalinn er þrískiptur, fyrir sjónskerta og almenna hjúkrun sem og heimili fyrir munaðarleysingja. Nunnurnar sjá um að hjúkra öllum þeim sem koma inn á spítalann endurgjaldslaust.

 

Systir Yengo hefur tileiknað lífi sínu að hjálpa munaðarlausum og fötluðum börnum og hefur fengið viðurnefnið Móðir Theresa í Kongó. Hún er stjórnandi í samtökunum Sister Yengo's Children og hefur rekið spítalann síðan 2004. Gríðarleg fátækt ríkir í Brazzaville og spítalinn fær enga aðstoð frá ríkinu. 


Sæmundur hóf söfnunina sumarið 2015 og hefur náð að safna um 1400 gleraugum heima á Íslandi. Megnið af gleraugunum hafa komið frá augnlækningastofum í Reykjavík sem framkvæma laser aðgerðir, þar sem skjólstæðingar skilja gleraugun sín eftir að lokinni aðgerð.

Það ríkti mikil gleði hjá þeim 62 munaðarlausu börnum á aldrinum 6 mánaða til 16 ára þegar Sæmundur kom með fyrstu sendinguna af gleraugum. Gleraugun dreifast einnig til efnaminni íbúa í Brazzaville sem þurfa á því að halda.


Afhending gleraugna

Farfuglar ákváðu að aðstoða Sæmund við söfnun á gleraugum og bjóða þeim sem vilja leggja söfnuninni lið að koma með gleraugun á Farfuglaheimilin. Farfuglaheimilin eru þrjú í Reykjavík, á Vesturgötu 17,  Bankastræti 7 og í Laugardal, og einnig þau 30 heimili sem staðsett eru víðsvegar um landið. Á heimilunum eru stórir vasar þar sem hægt er að skila gleraugun eftir. Einnig er hægt að skilja gleraugu eftir hjá Flugvirkjafélagi Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík. Gleraugun sem safnast verða afhent íbúum Brazzaville frítt á spítala með læknisráði um rétt val á gleraugum. 

 

Með þessu samstarfi eru fátækum börnum á spítalanum auk annarra íbúa í Brazzaville, gert kleyft að sjá betur og þar með að auka lífgæði þeirra.


Facebook síðan Söfnun á notuðum gleraugum fyrir efnalítið fólk í Brazzville Congo

https://www.facebook.com/gleraugucongo


Samtökin Sister Yengo's Children

http://www.sisteryengoschildren.org/

 

sofnun_notud_gleraugu_Kongo

 

sofnun_notud_gleraugu_Kongo_1

 

 

sofnun_notud_gleraugu_Kongo_3


Share |

Afhending gleraugna

Flugvirkjafélag Íslands

Borgartún 22

105 Reykjavik

Sími 562 1610

Netfang: flug@hostel.is

 

 

Farfuglaheimilin

Farfuglaheimilin eru þrjú í Reykjavík, á Vesturgötu 17,  Bankastræti 7 og í Laugardal, og  svo eru 30 heimili sem staðsett eru víðsvegar um landið. 

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.