Reykjavíkurheimilin - Svansmerkt farfuglaheimili


Eftir að hafa skoðað þá vottunarmöguleika í umhverfismálum sem voru í boði fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki varð norræna umhverfismerkið Svanurinn fyrir valinu af stjórnendum Farfuglaheimilanna í Reykjavík og stjórn Farfugla. Fyrir því lágu nokkar meginástæður.

  • Svanurinn er opinbert umhverfismerki íslenskra yfirvalda og vel þekktur og ágætlega kynntur hér innanlands.

  • Stuðningur og fagþekking er til staðar hjá hérlendum yfirvöldum.

  • Svanurinn er mjög þekktur og virtur innan annarra Norðurlanda og í Norður Evrópu, einmitt því svæði sem mjög stórt hlutfall gesta okkar kemur frá. Þannig er vottunin liður í góðri og jákvæðri kynningu inn á mikilvægt markaðssvæði.

  • Svanurinn er sérstaklega sniðinn að rekstri hótela og farfuglaheimila og hentar því okkar aðstæðum mjög vel. Hann er yfirgripsmikill en inniber einnig ákveðinn sveigjanleika.  

  • Okkar mat var og er enn að Svanurinn sé nægilega sérhæfður og geri miklar kröfur sem eru í takt við áherslur okkar í umhverfis-og gæðamálum og framtíðarsýn.

 

Ársskýrslur. Grænt bókhald Farfuglaheimilanna

2013

 Ársskýrsla Svansisn 2013 - Farfuglaheimilið Loft

 Ársskýrsla Svansins 2013 - Farfuglaheimilið Vesturgötu

Ársskýrsla Svansins 2013 - Farfuglaheimilið í Laugardal


2012

Árskýrsla Svansins 2012 - Farfuglaheimilið Vesturgötu

Árskýrsla Svansins 2012 - Farfuglaheimilið Laugardal


2011

Ársskýrsla Svansins 2011 -  Farfuglaheimilið Vesturgötu

Ársskýrsla Svansins 2011 - Farfuglaheimilið í Laugardal


2010

Ársskýrsla Svansins 2010 -  Farfuglaheimilið Vesturgötu

Ársskýrsla Svansins 2010 - Farfuglaheimilið í Laugardal


Share |

 

2015  

Farfuglaheimilið Ósar hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilin Sæberg, Akranes, Broddanes og Dalvík eru komin í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2014

Farfuglaheimilið Sæberg hlaut HI Quality gæða-vottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.

 

 Mynd af Svansmerkinu  2013

Farfuglaheimilið Loft hlýtur vottun Svansins; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

 

2013   Farfuglaheimilin í Gaulverjaskóla, Vík, Vagnsstöðum og Reyðarfirði koma í hóp viðurkenndra grænna Farfuglaheimila.
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2011   Farfuglaheimilin á Akranesi, Grundarfirði og Bíldudal fá HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
kudungur 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins
       
Ferdaumhverfisverdlaun-2010-logo copy 2010   Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2010
       
Merki HI Quaity vottunarinnar 2010   Farfuglaheimilið  á Vesturgötu fær HI Quality gæðavottun Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
       
Svanslogo fyrir Farfuglaheimilið Vesturgötu 2010 
  
Farfuglaheimilið Vesturgötu fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
 
Merki HI Quaity vottunarinnar
 2005
Farfuglaheimilið í Laugardal hlaut í júlímánuði HI Quality gæðavottun alþjóðasambandsins; Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit.
 Mynd af Svansmerkinu  2004
Farfuglaheimilið Laugardal fær Svaninn; opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og var þá annað tveggja farfuglaheimila í heiminum til að hljóta þessa vottun.
 Merki Ferðamálaráðs fyrir Ferðaþjónustufyrirtæki ársins  2003
Ferðamálaráð Íslands veitir Farfuglum viðurkenninguna Ferðaþjónustufyrirtæki ársins fyrir störf samtakanna að umhverfismálum.
   2002
Reykjavíkurborg veitir Farfuglaheimilinu í Reykjavík "Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar" fyrir  sitt framlag.

Farfuglar ses. | Borgartún 6 | 105 Reykjavík | Sími 575 6700 | Fax 553 0535 | info@hostel.is | Copyright ©www.hostel.is - Allur réttur áskilinn.